Let's push things forward

Heijó

Langt síðan maður henti í færslu. Ákvað að gera það núna þar sem Lovísa fór til London í atvinnuviðtal í dag. Vona að það gangi upp hjá henni. Ef hún fær þessa vinnu verður hún með 8,50 á tímann sem er bara helvíti gott. Þó ekki eins gott og ég verð með loksins þegar ég byrja að vinna, en gott engu að síður. Tók nú reyndar að mér smá vinnu í gær. Bera út auglýsingabæklinga fyrir fasteignasölur, svokallaða leaflets. Það var sennilega ein næst versta vinna og næst verst borguð sem ég hef bara komist í. Við Loví röltum milli 1000 húsa yfir í Hove með þessa bæklinga og fengum 30 pund fyrir. En ætli maður geti nokkuð verið að velja mikið vinnurnar einsog er, fæ örugglega annan eins bunka í næstu viku, eða jafnvel meira.

Fékk reyndar meil um daginn með vinnu sem ég reyndar hef ekki heyrt í aftur. Það er svona aukavinna sem felst í því að fara "hulduheimsóknir" í fyrirtæki sem snýr að verslun og þjónustu. Mér fannst þetta geðveikt spennandi þar sem ég hef nú unnið í þjónustustarfi í 1000 ár og þar voru alltaf svona "huldufólk" að koma í heimsókn og gefa feedback. Held að það gæti verið skemmtilegt og það er fínt borgað líka miðað við svona aukavinnu. Væri ekki leiðinlegt að vera í vaktavinnu sem öryggisvörður og svo þetta í aukadjobbi.

Man nú ekki hvort ég var búinn að skrifa það en ég fékk vinnu sem öryggisvörður. Byrja í því 17. Okt. Það borgar 10 pund á tímann sem gerir einhverjar 1800 kr. Maður getur alveg sætt sig við það :)

Lovísa því miður ekki komin með neitt en er á leið til London núna í atvinnuviðtal. Vona að hún fái þessa vinnu eða í Claire's þar sem hún er að fara í atvinnuviðtal á föstudaginn. Það reyndar væri flottara starf fyrir hana en við tökum alveg hitt ef það býðst.

 

En ég nenni ekki að röfla meira, ætla að fara að finna mér eitthvað að gera..

 

Tónlist færslunnar: Nýji Red Hot Chili Peppers diskurinn, fínasti skítur

Drykkur færslunnar: Ískalt vatn beint úr ísskápnum!

Löngun færslunnar: Meiri péningar

 

Sæli out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband