Is this the real life? Is this just fantasy?


Smá fréttir héðan í dag.

Lovísa fékk símtal í dag og hún fer í enn eitt atvinnuviðtalið á morgun. Ég er mega stoltur af henni, ég er ekki búinn að vera eins duglegur að sækja um vinnur en ég held að ég hafi bætt það upp í dag. Sótti um 4 vinnur og eitt borgað leikhlutverk. Sótti um á 2 börum (líst geðveikt vel á annan barinn), sótti um í einhverskonar verksmiðju sem er reyndar í ca. 40 min fjarlægð en það er alltaf lest og það er ágætlega borgað og svo sótti ég um hjá símasöludrasli. Ég er alveg með fóbíu fyrir því helvíti en maður verður að finna sér eitthvað að gera, gengur ekki lengur. Svo það mest spennandi var að ég sótti um að vera í atriði sem verður í netmynd. Þetta er bara eitt atriði úr myndinni og ef ég fæ það verð ég Zombie og það er borgað, væri ekki slæmt að fá borgað hlutverk svona snemma á "ferlinum". Það verða 5 dansandi Zombiear í þessu atriði (ég sótti að sjálfsögðu um að vera dansandi!) og 25 bara venjulegir (setti það í vara). Er geðveikt spenntur fyrir þessu.

*UPDATE* fékk leikdjobbið, verður tekið upp 29 sept! ÚJE!

Annars er lítið að frétta, gengur illa að snúa sólarhringnum rétt hjá okkur :/ Ég fór að sofa eitthvað um 5 í nótt og Lovísa seinna en það. Mig grunar að hún sé alltaf að horfa á X-factor án mín Angry

Mér leiddist í gær og breytti íbúðinni, sneri BÁÐUM húsgögnunum okkar við! Breytti reyndar alveg ótrúlega miklu, haha. Gefur meira pláss fyrir sjónvarpsskenkinn, sjónvarpið, wii og verðandi playstation tölvuna mina. Sjitt, ég get eiginlega ekki beðið eftir að fá PS3, Fifa12, PES og sjónvarp Blush Ekki það að ég verði alltaf hangandi í því helvíti en það er rosalega gott að hafa smá val um hvað á að fara að gera ef maður er með lítið af pundum milli handana :)

En ég nenni ekki að skrifa meir

Tónlist færslunnar: Xið977

Von færslunnar: Að ég fái barvinnuna og Zombie hlutverkið!

Blee


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loví og Sæli

Ég var ekkert að horfa á X Factor!!!

Lovi 

Loví og Sæli, 19.9.2011 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband