Over and over and over and over

Engar góðar fréttir héðan. Erum að koma aftur heim (sem eru kannski góðar fréttir fyrir þá sem sakna okkar og við söknum). En þannig var mál með vexti að ég var svikinn með þessa vinnu sem ég átti að fá. Vorum búin að treysta rosalega fast á þetta þannig að þegar það klikkaði kom eiginlega ekki annað til greina en að koma aftur heim. Það er líka smá söknuður í gangi af okkar hálfu. Vorum á Íslandi (fyrir þá sem vissu það ekki) í síðustu viku og það var rosalega gott að sjá fjölskylduna og vinina. Þó að þetta hafi ekki verið nein skemmtiferð að þá var gaman að hitta alla sem við náðum að hitta.

Veðrið hérna er ágætt, það er svolítið kalt miðað við hvernig þetta hefur verið en hlýtt miðað við hvað það er búið að vera kalt á Íslandi.

Við eigum eftir að sakna vina okkar hérna mikið, enda toppstelpur! Samt eru nú tvær af þeim að koma heim til Íslands í byrjun des og þá höfum við Brightondjamm, það er klárt. Svo er ein að spá í að kíkja í heimsókn til Íslands í janúar þannig að þá verður önnur ástæða til að fá sér 2 bjóra eða svo.  

Veit ekki hvað ég á að segja meira hérna. Þetta er allt mjög súrt og leiðinlegt en við erum bara alveg búin á því. Ætlum samt klárlega að gera þetta aftur einhverntíma seinna. Bara spurning um hvar og hvenær, allar uppástungur vel þegnar.

Klára þetta á einu af ljóðunum sem ég samdi um mömmu hennar Lovísu:

Dísa

Svo lengi sem ég er hér

ég aldrei þér gleymi

of stuttur var þinn tími í þessum heimi

alltaf svo glöð, alltaf að brosa

við sjáum þig seinna

við elskum þig Dísa.

 

Útvarp færslunnar: Rás2

Föt færslunnar: Joggingbuxur

 

Blee 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband