I will show him where David bought the ale

Hola

Það er kominn 12 júlí, við eigum 18 daga eftir í þessari íbúð.. fokk me hvað við erum eftirá! Var að skutla Kristínu systir uppá flugvöll áðan og áttaði mig á því að bara eftir 26 daga eða svo verðum við Loví þarna að kveðja hvern þann sem er að skutla okkur á völlinn.. Mér persónulega finnst leiðinlegt að kveðja og geymi það helst eins lengi og ég get. Síðustu dagarnir okkar hérna heima verða örugglega nokkuð busy þannig að ef það er einhver sem ég er að gleyma að kveðja þá bara fuck it, skæpaðu mig, hehe.

Aygoinn fer niðrí Toyota á morgun að klára hann fyrir sölu. Þarf að fara í innköllun sem hann átti að fara í fyrir 2 árum, á það til að festast í botni en það er alveg í lagi þar sem hann er bara 3 hestöfl. Við fáum bílinn hjá Kristínu lánaðann á meðan þar sem Golfinn er bilaður og var ég að spá í að taka bara af honum númerin aftur og leggja honum. Svo er önnur fartölvan okkar líka í viðgerð og er búin að vera í á þriðju viku núna.. þetta er allt svooo yndislegt :)

Ég er orðinn alveg sjúklega spenntur að fara að gera þetta og get eiginlega ekki beðið eftir að hætta í vinnunni :$ Ég held að okkar scene sé alveg klárlega þarna úti og að þetta á eftir að ganga vel. Er samt alveg nokkuð viss að það eigi eftir að vera einhver heimþrá. Maður hefur samt heyrt að bjórinn er alveg góður þarna úti einsog heima þannig að ég er ekkert með neinar svaka áhyggjur :P

Svo eitt að lokum, veit einhver hvar er hægt að kaupa sem ódýrastar ferðatöskur?! Finnst allt vera svo dýrt :/

Bíll færslunnar: Mongóbíll
Tölva færslunnar: Mongótölva
Loforð færslunnar: Að næsta færsla verði á ensku, haha

Kv. Sæli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

heyrðu ferðatöskur eru á ágætisverði í RL magasín skoðaðu Það og svo var annað ég er loksins byrjuð á lopahúfunni sem þú baðst mig að prjóna vona að hún verði klár áður en þið yfirgefið klakan ef ekki þá sendi ég hana.

Inga sys (IP-tala skráð) 19.7.2011 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband