Your friend is oil

Fyrsta bloggið hérna frá Brighton. Lovísa var reyndar búin að henda í eina færslu en netið var með bögg þannig að færslan hvarf bara.
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Við erum komin með mega krúttlega og litla íbúð á alveg geðveikt góðum stað. 10 min rölt niður á strönd og stutt í alla þjónustu. Með alla þjónustu meina ég þvottahús, supermarket, sjoppa bara hérna á horninu og 2 góðir barir bara á næstu götuhornum!

Maður er kominn í ágætis röltæfingu, eina sem við höfum verið að gera er að labba, versla og svo labba meira. Við fengum sófa með íbúðinni en þurftum að kaupa rúm.. það tekur 21 dag að fá það! Það eru samt komnir 8 dagar síðan þannig að þetta reddast alveg. Erum búin að vera á svona loftdýnu sem við keyptum líka en hún byrjaði að leka síðustu nótt.. komumst þá að því að sófinn er svefnsófi þannig að þetta er í lagi. Ég get samt ekki beðið eftir að fá rúm! Það verður awesome.

Við erum búin að drekka bjór á nánast hverju kvöldi síðan við komum, varla annað hægt, það er svo mikið af pöbbum og góðum bjór hérna. Og stemmningin er alveg frábær hérna.

En allavega nenni ég ekki að vera lengur að skrifa í tölvunni. Ætla að leyfa Klobbvísu að gera.

Útvarp færslunnar: Radio Brighton
Útsýni færslunnar: Útum gluggann heima! Ég sé tré, hús og bíla
Mynd færslunnar: Inbetweeners movie, geeeeeeðveik mynd!

kv. Smæli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband