Færsluflokkur: Bloggar

You are your own savior

Jæja, þá er maður kominn heim aftur.

 Ýmislegt búið að gerast síðan við komum heim aftur. Talaði við yndislega fólkið í sveitinni minni daginn eftir að við komum heim og þá vantaði þeim vinnumann í einhvern tíma. Djöfull var ég til í það, elska að vera í sveitinni. Komst nú reyndar ekki til þeirra fyrren á fimmtudegi þar sem ég fékk einhverja skíta pest. Það er skelfilegt að hafa ekkert unnið í nánast 3 mánuði, var alveg búinn á því eftir fimmtudaginn og föstudaginn.

Ég er búinn að bralla ýmislegt þessa 3 daga sem ég er búinn að vera í sveitinni. Keyra traktora, sækja rúllur, taka á móti kálfi, aðstoða við viðgerðir, massa traktor (er ekki búinn samt), syngja, mjólka kýrnar , gefa, reyna að lyfta belju sem var að bera og gat ekki staðið upp (var með strengi í höndunum eftir það og að taka á móti kálfinum) og reka hesta. Þetta var allt geðveikt gaman og ég er að fíla það í botn að komast í þetta aftur. Svo er ég með svo góða yfirmenn sem láta mann hafa bíl og bjór áður en maður fer í helgarfrí :) Ég er rosa feginn að geta farið að hjálpa þeim og að þau geti hjálpað mér. Atvinnuleitin var ekkert að ganga og mér var ekki farið að lítast á það að vera á bótum og gera ekki neitt.

Það verður reyndar leiðinlegt að hitta ekki Lovísu en hún á eftir að vera upptekin í Evans hvort eð er, hún fékk vinnuna sína aftur þar. Sama staða meira að segja, verslunarstjóri. Erum bíllaus einsog er (nema kannski þegar ég er í fríi á helgum því að Nonni og Jóa lána mér "bíl"), en ég er með aðstöðu í sveitinni til að kíkja á Golfinn og sjá hvað þarf að gera. Er með bifvélavirkja með mér til handleiðslu líka þannig að ég geri ekki stórar vitleysur. Það er spurning hvort það þurfi nýjan gírkassa eða hvort það sé hægt að laga hinn en við þurfum að rífa þetta allt uppúr til að komast að því.

 

Ætla að reyna að halda áfram að blogga þó að við séum ekki úti lengur. Mér er eiginlega sama þó að það lesi það enginn, finnst bara gaman að skrifa um ekki neitt, haha. Ég er nú að fara að bralla ýmislegt í sveitinni á næstu vikum; mála, grafa, rífa Golf, skipta um glugga og margt fleira.

En ég nenni ekki að gera lengra.

 

Staður færslunnar: Sæbólsbrautin (eitt af síðustu skiptunum mínum hérna)

Tónlist færslunnar: Morðingjarnir

 

Blee 


Over and over and over and over

Engar góðar fréttir héðan. Erum að koma aftur heim (sem eru kannski góðar fréttir fyrir þá sem sakna okkar og við söknum). En þannig var mál með vexti að ég var svikinn með þessa vinnu sem ég átti að fá. Vorum búin að treysta rosalega fast á þetta þannig að þegar það klikkaði kom eiginlega ekki annað til greina en að koma aftur heim. Það er líka smá söknuður í gangi af okkar hálfu. Vorum á Íslandi (fyrir þá sem vissu það ekki) í síðustu viku og það var rosalega gott að sjá fjölskylduna og vinina. Þó að þetta hafi ekki verið nein skemmtiferð að þá var gaman að hitta alla sem við náðum að hitta.

Veðrið hérna er ágætt, það er svolítið kalt miðað við hvernig þetta hefur verið en hlýtt miðað við hvað það er búið að vera kalt á Íslandi.

Við eigum eftir að sakna vina okkar hérna mikið, enda toppstelpur! Samt eru nú tvær af þeim að koma heim til Íslands í byrjun des og þá höfum við Brightondjamm, það er klárt. Svo er ein að spá í að kíkja í heimsókn til Íslands í janúar þannig að þá verður önnur ástæða til að fá sér 2 bjóra eða svo.  

Veit ekki hvað ég á að segja meira hérna. Þetta er allt mjög súrt og leiðinlegt en við erum bara alveg búin á því. Ætlum samt klárlega að gera þetta aftur einhverntíma seinna. Bara spurning um hvar og hvenær, allar uppástungur vel þegnar.

Klára þetta á einu af ljóðunum sem ég samdi um mömmu hennar Lovísu:

Dísa

Svo lengi sem ég er hér

ég aldrei þér gleymi

of stuttur var þinn tími í þessum heimi

alltaf svo glöð, alltaf að brosa

við sjáum þig seinna

við elskum þig Dísa.

 

Útvarp færslunnar: Rás2

Föt færslunnar: Joggingbuxur

 

Blee 


Don't send me to the path of nevermore

Heijó

 

Það er geðveikt leiðinlegt að gera ekki neitt og hafa ekki efni á að gera nokkuð. Hélt að það myndi venjast og jafnvel komast uppí slæman ávana en það gerir það ekki. Þetta er það leiðinlegasta sem hægt er að gera að vera atvinnulaus. 

Ég er alltaf að skamma Lovísu fyrir að taka ekki til eftir sig þó að það sé alveg jafn mikið drasl eftir mig og hana. Það væri bara geðveikt asnalegt ef ég færi að skamma sjálfan mig. "Ársæll Rafn Erlingsson! Hvað eru fötin þín að gera á gólfinu?!" "Ársæll... nú er þetta komið gott, skórnir þínir eiga ekki að vera útá miðju gólfi!" "Farðu nú að ganga frá þvottinum Ársæll minn, þarft ekkert að vera að skoða Live2cruize allan daginn.." Sko, þetta er bara kjánalegt. Mikið betra að skamma Lovísu, hahah.

 Ég er með nýtt lag á heilanum þessa dagana. Ég er alltaf að syngja þetta í hausnum á mér. Þegar Lovísa fór út að þvo áðan þá lét ég þetta lag á repeat alveg 5 sinnum meðan ég vaskaði upp og söng með. Fattaði ekki að glugginn var galopinn og örugglega einhverjir heyrt í mér, haha. En það var þetta lag:
 

Fæ bara ekki nóg af þessu lagi. Queen hefur náttúrulega verið uppáhaldið mitt lengi. Þegar ég var fyrir vestan í sveitinni hjá ömmu og afa hlustaði ég á Queen hvenær sem færi gafst. Alli og Nonni, frændur mínir, áttu Pioneer græjur sem ég hlustaði mikið á. Þarna var allt Queen safnið, Stjórnin og geðveikt mikið af 90's poppi. Ég hlustaði mest á Greatest hits plöturnar og kunni textana áður en ég kunni ensku.

Á sama tíma átti Nonni frændi VW Golf Gti. Mér fannst þetta vera kraftmesti bíll sem ég hefði séð og enn þann dag í dag langar mig í svona bíl. Fann reyndar auglýsingu af einum hérna úti sem er mjög svipaður þeim sem mig dreymir um. Hendi með link á hann hérna til að þið sjáið hvað ég er að tala um :)

http://www.gumtree.com/p/cars-vans-motorbikes/mk2-golf-gti-16v-black-5-door/88677436

 

En ég ætla að fara að éta!

 

Matur færslunnar: eitthvað pasta sem var á tilboði með hvítlauksbrauði

Lag færslunnar: Young Blood - Naked and famous

Mynd færslunnar: Shaun of the dead, horfði á hana í gær og hún er awesome!

 

Bleeee 

 

 

 


All the other kids with the pumped up kicks you'd better run, better run, outrun my gun.

Þriðjudagur......

Ég byrja að vinna á fimmtudaginn. Just as well, held að sólin sé að fara að hvíla sig hérna og það fer að kólna. Ég þarf að fara að fá eitthvað útborgað, vantar haustföt! Ég er komin með ógeð af öllu í skápnum mínum. Er ekkert inspired lengur þegar ég opna skápin, sömu föt og sömu aukahlutir, mér dettur ekki einusinni í hug að farða mig eitthvað spennandi, bara same old alltaf. Ég er komin með vinnu samt! Ekki langt í það að við eigum einhvern pening. Sæli er komin með fulla vinnu og sennilega auka vinnu, ég er sennilega komin með auka vinnu líka. Vel launaða aukavinnu við að gera geðveikt einfaldan hlut....... VERSLA! S.s vera huldumanneskja sem fer í búðir, verslar og skrifar þjónustuskýslu.  Fæ víst borgað 200 pund á viku fyrir þetta, næs! 

 Bara svona ef ég hef ekki verið að monta mig nóg á facebook og það fór framhjá einhverjum þá er búið að vera brjáluð hitabylgja hér. Um helgina var svo pakkað hér í Brighton þar sem að fólk allstaðar frá Englandi kemur hingað til að fara á ströndina, þetta var bara eins og há sumar. Ég hlakka samt til að sjá Brighton um vetur... 


He is the painkiller....

Jæja nú erum við bæði komin með vinnu, ég byrja 6. okt og Sæli 17. okt. Awesome! Í gær fórum við að taka upp zombie mynd, lékum dansandi zombiea. Ég hafði í rauninni ekkert mjög mikinn áhuga a því að vera í þessari mynd, en Sæli fékk hlutverk, og þetta borgaði 50 pund á mann þannig að ég ákvað bara að hoppa með, vissi ekki að ég þurfti að dansa samt..... En við stóðum okkur eins og hetjur í 3-4 tíma dansæfingu í 26 stiga hita og steikjandi sól. Svo voru tökurnar inni á skemmtistað, var mikið heitara inni í húsinu heldur útí í sólinni, voru bara tvær litlar viftur og svo brjáluð reykvél, þetta var viðbjóður, það þurfti að retoucha make upið á flestum zombieunum eftir hverja töku, reyndar ekki hjá mér, var bara retouchuð einusinni, hárið mitt reyndar tvisvar, ég svitna ekkert mikið í framan venjulega. Svo þurfti maður að taka upp hvert atriði milljón sinnum, dansatriðið var brutal þarna inni og svo var mosh pit zombie atriði sem var svoldið svakalegt. Við mættum klukkan 9 og vorum komin heim 19.

IMGA0159 

Við vorum svoleiðis að drepast í löppunum þegar við vorum búin og áttum þvílíkt erfitt með að labba heim, og ég var heillengi að ná að gera hárið mitt semi eðlilegt. Endaniðurstaðan var sko svona.

IMGA0166

Ég kláraði alla hárnæringuna mína :(:(:( Þegar við vöknuðum á morgun gátum við varla staðið uppúr rúminu út af harðsperrum í lærunum, eigum geðveikt erfitt með að standa upp og labba upp og niður brekkur og stiga, þetta var svo svakaleg dansæfing. Við erum að manna okkur upp í að fara út í góða veðrið. Er búið að vera rúm 24 stiga hiti og steikjandi sól alla vikuna. Spá í að fara á ströndina eða Royal Pavilion garðinn.

0171_RoyalPavr 

Sæla finnst skemmtilegra að tana í garðinum en ég fíla ströndina því að það eru pöddur og geitungar í garðinum, er að spá í að múta honum með því að það er hægt að fá sér bjór á ströndinni. 

 

Ollrægt, ætla að hætta að láta harðsperrur eyðileggja líf mitt 

 kv

Loví

Mynd vikunnar: Playstation network zombie myndin sem við vorum að leika í

Búð vikunnar: Primark

Manneskja vikunnar: Marc Bolan (hann hefði átt afmæli í dag)

Matur vikunnar: Risapulsa með fullt af lauk og ísköld Tango dós á tröppunum á Churchill Square 


Let's push things forward

Heijó

Langt síðan maður henti í færslu. Ákvað að gera það núna þar sem Lovísa fór til London í atvinnuviðtal í dag. Vona að það gangi upp hjá henni. Ef hún fær þessa vinnu verður hún með 8,50 á tímann sem er bara helvíti gott. Þó ekki eins gott og ég verð með loksins þegar ég byrja að vinna, en gott engu að síður. Tók nú reyndar að mér smá vinnu í gær. Bera út auglýsingabæklinga fyrir fasteignasölur, svokallaða leaflets. Það var sennilega ein næst versta vinna og næst verst borguð sem ég hef bara komist í. Við Loví röltum milli 1000 húsa yfir í Hove með þessa bæklinga og fengum 30 pund fyrir. En ætli maður geti nokkuð verið að velja mikið vinnurnar einsog er, fæ örugglega annan eins bunka í næstu viku, eða jafnvel meira.

Fékk reyndar meil um daginn með vinnu sem ég reyndar hef ekki heyrt í aftur. Það er svona aukavinna sem felst í því að fara "hulduheimsóknir" í fyrirtæki sem snýr að verslun og þjónustu. Mér fannst þetta geðveikt spennandi þar sem ég hef nú unnið í þjónustustarfi í 1000 ár og þar voru alltaf svona "huldufólk" að koma í heimsókn og gefa feedback. Held að það gæti verið skemmtilegt og það er fínt borgað líka miðað við svona aukavinnu. Væri ekki leiðinlegt að vera í vaktavinnu sem öryggisvörður og svo þetta í aukadjobbi.

Man nú ekki hvort ég var búinn að skrifa það en ég fékk vinnu sem öryggisvörður. Byrja í því 17. Okt. Það borgar 10 pund á tímann sem gerir einhverjar 1800 kr. Maður getur alveg sætt sig við það :)

Lovísa því miður ekki komin með neitt en er á leið til London núna í atvinnuviðtal. Vona að hún fái þessa vinnu eða í Claire's þar sem hún er að fara í atvinnuviðtal á föstudaginn. Það reyndar væri flottara starf fyrir hana en við tökum alveg hitt ef það býðst.

 

En ég nenni ekki að röfla meira, ætla að fara að finna mér eitthvað að gera..

 

Tónlist færslunnar: Nýji Red Hot Chili Peppers diskurinn, fínasti skítur

Drykkur færslunnar: Ískalt vatn beint úr ísskápnum!

Löngun færslunnar: Meiri péningar

 

Sæli out 


Is this the real life? Is this just fantasy?


Smá fréttir héðan í dag.

Lovísa fékk símtal í dag og hún fer í enn eitt atvinnuviðtalið á morgun. Ég er mega stoltur af henni, ég er ekki búinn að vera eins duglegur að sækja um vinnur en ég held að ég hafi bætt það upp í dag. Sótti um 4 vinnur og eitt borgað leikhlutverk. Sótti um á 2 börum (líst geðveikt vel á annan barinn), sótti um í einhverskonar verksmiðju sem er reyndar í ca. 40 min fjarlægð en það er alltaf lest og það er ágætlega borgað og svo sótti ég um hjá símasöludrasli. Ég er alveg með fóbíu fyrir því helvíti en maður verður að finna sér eitthvað að gera, gengur ekki lengur. Svo það mest spennandi var að ég sótti um að vera í atriði sem verður í netmynd. Þetta er bara eitt atriði úr myndinni og ef ég fæ það verð ég Zombie og það er borgað, væri ekki slæmt að fá borgað hlutverk svona snemma á "ferlinum". Það verða 5 dansandi Zombiear í þessu atriði (ég sótti að sjálfsögðu um að vera dansandi!) og 25 bara venjulegir (setti það í vara). Er geðveikt spenntur fyrir þessu.

*UPDATE* fékk leikdjobbið, verður tekið upp 29 sept! ÚJE!

Annars er lítið að frétta, gengur illa að snúa sólarhringnum rétt hjá okkur :/ Ég fór að sofa eitthvað um 5 í nótt og Lovísa seinna en það. Mig grunar að hún sé alltaf að horfa á X-factor án mín Angry

Mér leiddist í gær og breytti íbúðinni, sneri BÁÐUM húsgögnunum okkar við! Breytti reyndar alveg ótrúlega miklu, haha. Gefur meira pláss fyrir sjónvarpsskenkinn, sjónvarpið, wii og verðandi playstation tölvuna mina. Sjitt, ég get eiginlega ekki beðið eftir að fá PS3, Fifa12, PES og sjónvarp Blush Ekki það að ég verði alltaf hangandi í því helvíti en það er rosalega gott að hafa smá val um hvað á að fara að gera ef maður er með lítið af pundum milli handana :)

En ég nenni ekki að skrifa meir

Tónlist færslunnar: Xið977

Von færslunnar: Að ég fái barvinnuna og Zombie hlutverkið!

Blee


Hotel feelings

Hola!

 Kominn til baka frá London. Gekk einsog í sögu, ég var að sjálfsögðu aðal maðurinn þarna og það þurfti varla að segja mér nokkuð til. Hellti meira að segja uppá kaffi! Ég mætti fyrstur á svæðið, 50 min fyrir áætlaða byrjun, haha. Mér var hrósað nokkuð mikið fyrir enskuna mína þó að mér finnist hún ekki uppá marga fiska, fólkið var hissa á því að ég væri bara búinn að vera hérna í 5 vikur. Þau voru líka hissa á því að ég nennti að koma alla leið frá Brighton! Ég sagði að þetta væri minnsta málið og að væri bara svona duglegur að eðlisfari (maður þarf ekkert að segja alltaf satt).

Það er voða lítið hægt að segja frá myndinni. Þetta er svona artí mynd þar sem ekkert er talað. Þetta er um stelpu sem á við geðræn vandamál að stríða og maður sér heiminn frá hennar sjónarhorni. Í heildina er myndin aðeins 11 mínútur og verður sýnd á listasýningum allavega í Þýskalandi og Ítalíu.

Meira hef ég varla að segja nema að þetta var geðveikt gaman og ég er spenntur fyrir útkomunni.

 

Blee,
Sæli 


Why does it always rain on me...

Ég veit að hver dagur getur ekki verið sólardagur, en mér finnst ég virkilega þurfa einn þannig í dag. En í staðinn er rigning og grámygla, mynnir mig á heima. Reyndar er klukkan bara 9:30 am þannig að dagurinn getur alltaf skánað.

Ársæll er mættur á settið í London, eða reyndar í Brixton, (er Brixton í London eða hvað?) þar sem er vonandi ekki rigning annars geta þau ekki tekið upp. Hann hefur verið að updatea mig með sms hvað er í gangi öðru hvoru. Í nýjasta smsinu stendur "Mættur! Lítur vel út, eru að fara að taka upp í Brighton líka bráðum." Þannig að hann er greinilega að persónutöfra crewið upp úr skónnum. Sem ég vissi að hann myndi gera. Hann á örugglega eftir að blogga um stuttmyndina sína þegar hann kemur heim. 

Ókei það er ekkert hægt að vera mikið down hér í Brighton, en ég er bara með áhyggjur, hvað ef ég fæ ekki vinnu bráðum, ég þarf að fá vinnu ASAP, leigan er due tólfta hvern mánaðar og við notuðum öll spilin sem við áttum í stokknum til að borga leiguna þennan mánuð, hvað með næsta? Hlutirnir eru að gerast núna, það er verið að bjóða Sæla launuð hlutverk og ég er að fá atvinnuviðtöl, en þetta er bara að ganga of hægt. Ég er ekki búin að heyra frá hótelinu.... ég veit að viðtalið var nú bara á fimmtudaginn en ég einhvernvegin bjóst við að það yrði hringt í mig í gær, kannski ætluðu þau ekki að ráða fyrr en eftir helgi.... Ég er ennþá á öðru stigi í einhverju ráðningarferli hjá Claire's sem ég veit ekki hvort ég á að bíða eftir, ég meina þetta er awesome vinna en ég get ekki verið að bíða endalaust eftir svari..... 

 Tók bloggpásu til að refresha Gmailið mitt, það geri ég constantly ásamt að refresha gumtree.... I need a Goddamn job! 

Whatever ég verð að reyna að leggja mig, sofnaði klukkan 20 í gærkvöldi, vaknaði klukkan 1 am og gat ekki sofnað aftur :( Gerði bara til stuffið hans Sæla hann þurfti að vera mættur uppá lestastöð klukkan 6, þegar ég var loksins búin að kveðja hann ætlaði ég uppí rúm horfa á einn þátt og sofna en nei byrjar ekki bara einhver háværasta vegarvinna sem ég veit um klukkan 7 í frigging morgun! Þeir eru ennþá að! Og mér er kallt, og sturtan sem ég tók til að hlýja mér svo ég gæti sofnaði gerði mig bara hressari, og ég klemmdi mig á sturtuhurðinni, og ég held ég hafi óvart flashað vegavinnugaurana þegar ég var að loka glugganum, og tröllinn sem búa fyrir ofan mig eru komin á ról..... no worries vælubíllinn kemur ekki til Englands but the Waaaaambulance does ;P

 

rainy-brighton-beac_673998cra 

 

Ú ég var að muna, það er X Factor í kvöld, things are looking up already 

  


I don't want to be friends

Úje! 

 

Smá fréttir! Ég er að fara til London á morgun að leika í stuttmynd. Fyrsta hlutverkið mitt og það er eins gott að maður standi sig því þá á maður séns á að vera í næstu mynd hjá þeim og það er borgað hlutverk. Ég fæ ekkert borgað fyrir þetta en þetta er reynsla og maður reynir að kynnast fólki þarna einsog maður getur.

Ég held að ég sé jafn kvíðinn og ég er spenntur, verður skrýtið.

 En já, þetta var svona míkróblogg, ætla að fara út að vinna í taninu aðeins meira.

Hljóð færslunnar: Ruslabíllinn hérna fyrir utan

Fílingur færslunnar: Leti, ég nenni ekki að búa um rúmið

Föt færslunnar: Nærbuxur

 

Blee 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband