Hotel feelings

Hola!

 Kominn til baka frá London. Gekk einsog í sögu, ég var að sjálfsögðu aðal maðurinn þarna og það þurfti varla að segja mér nokkuð til. Hellti meira að segja uppá kaffi! Ég mætti fyrstur á svæðið, 50 min fyrir áætlaða byrjun, haha. Mér var hrósað nokkuð mikið fyrir enskuna mína þó að mér finnist hún ekki uppá marga fiska, fólkið var hissa á því að ég væri bara búinn að vera hérna í 5 vikur. Þau voru líka hissa á því að ég nennti að koma alla leið frá Brighton! Ég sagði að þetta væri minnsta málið og að væri bara svona duglegur að eðlisfari (maður þarf ekkert að segja alltaf satt).

Það er voða lítið hægt að segja frá myndinni. Þetta er svona artí mynd þar sem ekkert er talað. Þetta er um stelpu sem á við geðræn vandamál að stríða og maður sér heiminn frá hennar sjónarhorni. Í heildina er myndin aðeins 11 mínútur og verður sýnd á listasýningum allavega í Þýskalandi og Ítalíu.

Meira hef ég varla að segja nema að þetta var geðveikt gaman og ég er spenntur fyrir útkomunni.

 

Blee,
Sæli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Moviestar, veit Sylvester Stáljón af þessu fyrir Expendebles 2

Guðlaugur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 15:12

2 identicon

Fáum við ekki að sjá þessa mynd hérna? Á miðað við þjónustulundina sem þú sýndir, þá gæti verið að þú fengir vinnu sem svona skríbent og kaffisullari fyrir fræga fólkið. Gætir jafnvel athugað með að fá vinnu sem Nick Frost double. Prófaðu að senda Simon Pegg email, ég heyri að hann gæti einmitt líka verið frá Englandi.

Snorri Frændi (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband