Færsluflokkur: Bloggar

I want it all, and I want it now

Held að við höfum sjaldan verið í jafn djúpum skít þegar leigusalinn hringdi um miðjan mánuð og spurði afhverju við værum ekki búin að borga leiguna. Við héldum að við höfðum borgað 2 fyrstu mánuðina og svo síðasta í tryggingu, en það var víst bara fyrsti mánuðirinn og síðasti og svo auka mánuður í tryggingu. Við vorum ný búin að eyða síðustu 20 pundunum okkar í ávexti og blandara. To be fair þá var þetta frekar flottur blandari.

 

 IMGA0106 

 Við erum ekki smá heppin að eiga svona góðar fjölskyldur sem redduðu okkur svo við gátum borgað leiguna og keypt okkur meiri tíma hér í Brighton. Ég fór í atvinnuviðtal í dag á sem næturvörður á bar á hóteli, það gekk rosalega vel, honum leist rosalega vel á mig en ég fann á honum að hann hafði einhverjar áhyggjur af því að ég er stelpa þar sem að ég verð ein (með öryggisverði) á næturnar og það eru fullt af fyllibyttum, en ég sagðist ekkert vera hrædd við það, vön því frá 19-3:30 vöktunum um helgar á Select. Ég fer í annað atvinnuviðtal á laugardaginn, en ég hef eiginlega ekkert áhuga á þeirri vinnu, en ég sé til hvernig gengur með hótelið. Sæli er að fara að leika í stuttmynd um helgina,  honum á örugglega eftir að ganga glimrandi vel, enda er hann master of disguise, allavega þegar ég kom heim um daginn eftir að vera búin að vera úti á strönd þá var hann horfinn.

SDC10107 

 Það er búið að vera glampandi sól og hiti hér í Brighton, gætum ekki haft það betra (nema kannski ef við ættum pening) Við Sæli erum búin að vera að window shoppa eins og kreisí, ég á sennilega eftir að missa mig hér strax þegar ég eignast einhvern auka pening, svo margar geðveikar búðir hér og mikið af must have tísku og snyrtivörum sem mig VANTAR! Ég hef bara keypt mér einn hlut fyrir mig (ekki heimilið) síðan ég kom hingað og það var úr frá Aldo, geðveikt flott með 5 mismunandi ólum. Svo erum við búin að vera að nota tíman og plana brúðkaupið okkar, við erum eiginlega með allt á hreinu, þetta verður yndislegt, getum ekki beðið. Við ákváðum að skrapa saman klinkinu okkar og skreppa á pubb í dag kaupa einn bjór og kók handa mér (ekki ólétt, bara ekki búin að hafa efni á kók né bjór í langan tíma og mér fannst kókið vera meira spennandi en bjórinn) og setjast niður og skrifa niður okkar hugmyndir og svona fyrir brúðkaupið. 10.11.12 það er ár og 2 mánuðir í þetta!

IMGA0118

 

Ég vil þakka fjölskyldunum okkar aftur fyrir að bjarga okkur! Skiptir okkur svo rosalega miklu máli að vera hérna, við erum ekki tilbúin að gefast upp.

 

kv

Lovísa 


There is no sympathy for the careless

Lítið að frétta héðan svosem. Við erum ennþá atvinnulaus, sem er glatað. Maður hefur ekkert að gera. Samt alveg magnað að við erum búin að hanga saman alla daga, allan daginn, alla nóttina núna í mánuð og við erum ekki ennþá farin að slást, haha. Lovísa á það til að slá aðeins í mig en það er líka bara þegar ég er að stríða henni :P

Ég fékk reyndar hlutverk í stuttmynd sem ég fer að leika í næstu helgi. Vonandi fæ ég eitthvað meira að gera upp frá því svona svo maður fái einhverja reynslu í þessu. Ég á að leika fullan gaur, ég held að ég ráði alveg við það, haha.

Við tókum okkur til um daginn og ákváðum að kötta út allan skyndibita, allt nammi og allt gos líka. Það er geðveikt erfitt en hefur gengið betur en ég hefði haldið. Við erum dugleg að gera hafragraut á morgnana, jógúrt í hádeginu og eldum eitthvað á kvöldin. Næst á dagskrá er að versla blandara þannig að maður geti farið að gera drykki úr ávöxtum. Það er eina leiðin til að ég geti troðið ofaní mig ávöxtum. Maður getur gert rosalega góða drykkir með því að blanda saman gulrótum, appelsínum, eplum og bönunum. Svo notar maður bara vatn og djús til að setja með þessu, geðveikt einfalt. Fundum reyndar alveg spes smoothie maker í einnu búð hérna og hann er með safapressu líka. 

 Svo langar mig geðveikt að kaupa eða leigja sjónvarp og ps3. En það gerist ekkert fyrr en við fáum vinnu. Mjög sniðugt samt að leigja svona dót bara, getum fengið 32" sjónvarp og borð undir á rétt um 5000 kall á mánuði. Held að það sé ekki spurning að gera það. En ég veit samt ekki hvort þeir leigji svona skítugum útlendingum einsog okkur :P

 

En já, ég nenni ekki meir, ætla að fara að gera eitthvað meira uppbyggjandi.

Kv. Ársæll 


I've got the moves like Jagger

Hellúúú

Allt gott að frétta héðan. Veðrið er búið að vera gott, sól og læti. Fengum rúmið okkar í dag! Vorum búin að ákveða í gær að við ætluðum ekki að sofa aðra nótt í þessum ömurlega svefnsófa og ætluðum að vaka alla fimmtudagsnóttina því að rúmið átti að koma kl 7 um morguninn, seinasta lagi 12 samt sögðu þau. Við vorum búin að ákveða að kíkja á Secret Discotheque á Coalition og svo bara eitthvað vesenast með drykkjulæti þangað til klukkan 7. Eeeen það fór ekki alveg svoleiðis, við vorum geðveikt lengi á laundromati að þvo þvott og svo komum við heim og borðuðum vondar núðlur og svo fór ég bara eitthvað að horfa á The Lying Game og Sæli að lesa, ég var alltaf að segja að ég ætlaði að fara út að kaupa bjór eftir þáttinn en svo horfði ég óvart bara á annan þátt og annan og Sæli var svo sokkin niður í Svartur á Leik að hvorugt okkar var til í að fara út að kaupa bjór ergo ekkert diskóstuð.

Þegar ég var loksins búin að catcha up á alla þættina sem ég er að fylgjast með og Sæli orðinn þreyttur í augunum af  lestri var klukkan orðin 2 um nóttina og við drulluþreytt, fórum þá bara út að hlaupa sem að hressti okkur við í klukkutíma max. Vildum ekkert vera að hanga neitt úti þannig að við héldum bara áfram með Martin Scorsese movie maraþonið okkar og byrjuðum að horfa á Aviator sem eru alveg 3 tímar og klukkan var orðin 3 þannig að við ættum þá að vera búin að horfa klukkan 6 og þá er klukkutími í rúmið.....eeeeen við gáfumst upp og löggðum okkur í sófanum klukkan 4...... seeeeem var kannski bara eins gott því að rúmið kom ekki fyrr en 11. 

Vöknuðum samt 8 því að Sæla fannst nauðsynlegt að hlaupa útí glugga hvert einasta skipti sem hann heyrði bíl keyra framhjá því að hann var svo viss um að þetta væri sendiferðabíllinn með rúmið okkar, komumst að því í dag að óvenju margir sendiferðabílar keyra framhjá húsinu okkar á morgnana.

 Btw fyrsti X Factor keppandinn var frá Brighton, Frankie! Hann er awesome! Allir að halda með honum..... við sko verðum að fylgjast með X Factor því að við búum í Bretlandi og seriously það er eiginlega ekkert annað en X factor í fréttunum þegar X factor er í gangi. Gary Barlow er btw awesome, ég sakna Simon ekkert mjög mikið, sakna samt Cheryl Cole helling, en Tulisa og Kelly Rowland eru samt alveg að standa sig.

 Erum btw ennþá atvinnulaus, en Sæli er alveg að standa sig í að sækja um leiklistarjobb. Jafnvel þótt að mörg þeirra eru unpaid og við eigum eeeengan pening eftir haha, það er vel þess virði því Sæli verður Unimpressed Bar Man!! og á eftir að leika það hlutverk vel.

 

Lag færslunar: Moves like Jagger! Hvað í fjandanum annað!

Húsgagn færslunnar: Rúmið okkar

Bjór færslunnar: Cobra

Matur færslunnar: Waitrose pizza

Maður færslunnar: Frankie Cocozza frá Brighton í X Factor......oooog Gary Barlow 


How are you champ?

Heijó! 

Ákvað að henda í nýtt blogg þar sem Lovísa skrapp í heilsurækt og ég er heima með eyrnabólgu.. JÁ! Ég er með fokkin eyrnabólgu einsog litlu börnin. Kemur sér vel að vera með húfuna sem Inga systir gaf mér áður en ég fór því að hún heldur smá þrýsting á þessu þannig að þetta er ekki eins vont. Ég er samt í mega fæn fötum. Er í stuttbuxum, fráhnepptri stuttermaskyrtu og með lopahúfu. Mig grunar að gæjanum á móti sem sá mig áðan vaska upp hafi ekkert litist á þetta því að hann dróg geðveikt vel fyrir gluggan hjá sér, haha.

Annars er bara allt bærilegt að frétta. Við erum ekki ennþá komin með rúmið en það er alveg MAX vika í það. Trúi ekki að við erum búin að sofa heila viku á ógeðslega vondum svefnsófa. Við fórum í Habitat í dag og þar er rýmingarútsala og við fundum nákvæmlega hvað við ætlum að kaupa okkur. Það er ein kommóða sem er samt líka sjónvarpsborð og svo bleikir dvd rekkar sem við ætlum að geyma allt snyrtidótið hennar Loví því að það er ekki pláss inná tiny baðherberginu okkar. Næst á dagskrá finnst mér að ætti að vera sjónvarp því að ég hef ekki getað notað Wii tölvuna forever! Ebay er með góða díla á sjónvörpum en svo sá ég í Argos um daginn 32" flatskjá á 199pund sem er 37 þúsund kjell.

Við erum komin með almennilegt Internet og getum farið að downloada aftur og skæpað og svona. Þó að við séum geðveikt mikið úti að gera hluti að þá er voða gott að gera eitthvað heima líka, glatað að hafa ekkert að gera þar.

Reyndar er stundum einsog einhver sé alltaf að hoppa hérna uppi og þau kunna ekki að labba í stiganum, hljómar alltaf einsog þau séu að hoppa upp og niður hann og gæinn við hliðina er að öllum líkindum að rækta gras en þetta er heima og heima er alltaf best :) 

 Later dudes!

Tónlist færslunnar: HipHop

Hangz færslunnar: Að hangza í tölvunni

Vinna færslunnar: Engin vinna 


Your friend is oil

Fyrsta bloggið hérna frá Brighton. Lovísa var reyndar búin að henda í eina færslu en netið var með bögg þannig að færslan hvarf bara.
Annars er bara allt gott að frétta héðan. Við erum komin með mega krúttlega og litla íbúð á alveg geðveikt góðum stað. 10 min rölt niður á strönd og stutt í alla þjónustu. Með alla þjónustu meina ég þvottahús, supermarket, sjoppa bara hérna á horninu og 2 góðir barir bara á næstu götuhornum!

Maður er kominn í ágætis röltæfingu, eina sem við höfum verið að gera er að labba, versla og svo labba meira. Við fengum sófa með íbúðinni en þurftum að kaupa rúm.. það tekur 21 dag að fá það! Það eru samt komnir 8 dagar síðan þannig að þetta reddast alveg. Erum búin að vera á svona loftdýnu sem við keyptum líka en hún byrjaði að leka síðustu nótt.. komumst þá að því að sófinn er svefnsófi þannig að þetta er í lagi. Ég get samt ekki beðið eftir að fá rúm! Það verður awesome.

Við erum búin að drekka bjór á nánast hverju kvöldi síðan við komum, varla annað hægt, það er svo mikið af pöbbum og góðum bjór hérna. Og stemmningin er alveg frábær hérna.

En allavega nenni ég ekki að vera lengur að skrifa í tölvunni. Ætla að leyfa Klobbvísu að gera.

Útvarp færslunnar: Radio Brighton
Útsýni færslunnar: Útum gluggann heima! Ég sé tré, hús og bíla
Mynd færslunnar: Inbetweeners movie, geeeeeeðveik mynd!

kv. Smæli


Ooooo, I'm on a rocket, oooooo you're going on it

Sælir

 Sæli hér að blogga af Kef airport.. jubb, its happening! Við erum að fokkin flytja. 

 

Ég verð að byrja á því að hrósa Icelandair fyrir alveg yndislegt viðmót og þjónustu það sem af er ferðar. Vorum með alveg geðveikt mikið í yfirvigt en fengum smá afslátt því við vorum að flytja og vorum bara að fara aðra leiðina. Alveg gjeggjað næs fólk!

En já.. við erum á flugvellinum á leiðinni til London og þaðan til Brighton á morgun þar sem við ætlum að byrja nýtt líf. Það var ekkert gaman að kveðja alla en það geta allir addað okkur á skype! Lovísa er cocolovy og ég er arsaellr minnir mig..

 

Anyways, ég ætla að leyfa Lovísu að komast í tölvuna. 

 

Bbíb

Sæli

 

Staður færslunnar: Leifsstöð

Drykkur færslunnar: bjór!


uuuu 4 dagar

Dísus mothafucking crist! 4 dagar eftir á landinu.

Það er búið að lofa okkur helvíti fínni íbúð þarna úti á Norfolk square sem er í miðbæ Brighton. http://www.gumtree.com/p/flats-houses/furnished-one-bedroom-flat-great-location/83341805 þessi hérna, er verið að setja ný teppi og ný húsgögn og hún verður reddí 10. ágúst. Við ætlum samt að halda aðeins áfram að leita, langar kannski að finna ódýrari. En gott að vita að maður hefur þetta.

 

En já erum rosa busy á morgun og hinn að klára að pakka. Svo verður djamm á föstudaginn, ætlum að reyna að fá að hitta sem flesta niðrí bæ til að kveðja, höfum engan tíma fyrir 1 on 1 tíma með fólki lengur :( svo förum við uppí sveit á laugardag og gistum þar.... svo bara sunnudagurinn eftir og svo förum við út á mánudeginum. Þetta er too much!

 

blsgyrh færslunnar: gsrhsdfopokx

lag færslunnar: She's like a rainbow- Rolling Stones

gata færlsunnar: Norfolk Square

 

 Lovi

 

 

 


Everything you say I am, I'm not

Það gengur ágætlega að taka til íbúðina og gera klárt en mætti alveg ganga betur samt. Maður tekur alveg eftir því að það væri betra að vera í fríi þessar vikur fyrir flutninginn en okkur veitir víst ekki af monníngunum. Við erum búin að fara 2 frekar stórar ruslaferðir á haugana en erum samt bara búin að klára þvottahúsið, haha.
Hún Kristín systir ætlar að leigja íbúðina þannig að við þurfum kannski ekkert að vera að pakka öllu, sem er voðalega þægilegt. Ég vona að henni á eftir að líða jafn vel og okkur hérna, þetta er yndislegur staður :)

Við þurfum ekki að borga fyrir varahlutinn í bílinn, sem sparar okkur alveg 40 þúsund. Ég er bara að vona að hann seljist sem fyrst svo við getum farið að einbeyta okkur að öðrum málum.

Anyways, 12 dagar í þetta og ég gæti ekki verið spenntari. Þó að ég eigi eftir að sakna allra í vinnunni að þá get ég ekki sagt að ég eigi eftir að sakna vinnunar. Er kominn með virkilega mikið leið á þessari vinnu eftir 4 og hálft ár í sama fokkinu.

Fooookk, 12 dagar er massa lítið og ég er bara eitthvað að hangsa í tölvunni í staðinn fyrir að vera að pakka :O

Lag færslunnar: Inní mér syngur vitleysingur
Sala færslunnar: Ps2 tölvan mín seldist á 15kjéll :(

Blee meeen


Ahhh snap

Well Ársæll made a promise I guess I have to keep, that's why this post is in English. I just wanted to say we only have 19 days left on (I almost wrote on this planet)Iceland!! What is that?!?!? We haven't even started to pack! Ok so I am just too nervous. I took my car to the Toyota garage the other day and aaahhh messy crap turns out I can't sell it until August 4th just 4 days before leaving.... yeeeahhh that's happening... The airbag light is on and the airbag computer (???) is broken and they had to order a new one... oh this is just our luck. Anyhoo I'm getting pretty tired of blogging in English so until next time gooodbbbbbbbbbb

Lovísa


I will show him where David bought the ale

Hola

Það er kominn 12 júlí, við eigum 18 daga eftir í þessari íbúð.. fokk me hvað við erum eftirá! Var að skutla Kristínu systir uppá flugvöll áðan og áttaði mig á því að bara eftir 26 daga eða svo verðum við Loví þarna að kveðja hvern þann sem er að skutla okkur á völlinn.. Mér persónulega finnst leiðinlegt að kveðja og geymi það helst eins lengi og ég get. Síðustu dagarnir okkar hérna heima verða örugglega nokkuð busy þannig að ef það er einhver sem ég er að gleyma að kveðja þá bara fuck it, skæpaðu mig, hehe.

Aygoinn fer niðrí Toyota á morgun að klára hann fyrir sölu. Þarf að fara í innköllun sem hann átti að fara í fyrir 2 árum, á það til að festast í botni en það er alveg í lagi þar sem hann er bara 3 hestöfl. Við fáum bílinn hjá Kristínu lánaðann á meðan þar sem Golfinn er bilaður og var ég að spá í að taka bara af honum númerin aftur og leggja honum. Svo er önnur fartölvan okkar líka í viðgerð og er búin að vera í á þriðju viku núna.. þetta er allt svooo yndislegt :)

Ég er orðinn alveg sjúklega spenntur að fara að gera þetta og get eiginlega ekki beðið eftir að hætta í vinnunni :$ Ég held að okkar scene sé alveg klárlega þarna úti og að þetta á eftir að ganga vel. Er samt alveg nokkuð viss að það eigi eftir að vera einhver heimþrá. Maður hefur samt heyrt að bjórinn er alveg góður þarna úti einsog heima þannig að ég er ekkert með neinar svaka áhyggjur :P

Svo eitt að lokum, veit einhver hvar er hægt að kaupa sem ódýrastar ferðatöskur?! Finnst allt vera svo dýrt :/

Bíll færslunnar: Mongóbíll
Tölva færslunnar: Mongótölva
Loforð færslunnar: Að næsta færsla verði á ensku, haha

Kv. Sæli


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband