Ég veit að hver dagur getur ekki verið sólardagur, en mér finnst ég virkilega þurfa einn þannig í dag. En í staðinn er rigning og grámygla, mynnir mig á heima. Reyndar er klukkan bara 9:30 am þannig að dagurinn getur alltaf skánað.
Ársæll er mættur á settið í London, eða reyndar í Brixton, (er Brixton í London eða hvað?) þar sem er vonandi ekki rigning annars geta þau ekki tekið upp. Hann hefur verið að updatea mig með sms hvað er í gangi öðru hvoru. Í nýjasta smsinu stendur "Mættur! Lítur vel út, eru að fara að taka upp í Brighton líka bráðum." Þannig að hann er greinilega að persónutöfra crewið upp úr skónnum. Sem ég vissi að hann myndi gera. Hann á örugglega eftir að blogga um stuttmyndina sína þegar hann kemur heim.
Ókei það er ekkert hægt að vera mikið down hér í Brighton, en ég er bara með áhyggjur, hvað ef ég fæ ekki vinnu bráðum, ég þarf að fá vinnu ASAP, leigan er due tólfta hvern mánaðar og við notuðum öll spilin sem við áttum í stokknum til að borga leiguna þennan mánuð, hvað með næsta? Hlutirnir eru að gerast núna, það er verið að bjóða Sæla launuð hlutverk og ég er að fá atvinnuviðtöl, en þetta er bara að ganga of hægt. Ég er ekki búin að heyra frá hótelinu.... ég veit að viðtalið var nú bara á fimmtudaginn en ég einhvernvegin bjóst við að það yrði hringt í mig í gær, kannski ætluðu þau ekki að ráða fyrr en eftir helgi.... Ég er ennþá á öðru stigi í einhverju ráðningarferli hjá Claire's sem ég veit ekki hvort ég á að bíða eftir, ég meina þetta er awesome vinna en ég get ekki verið að bíða endalaust eftir svari.....
Tók bloggpásu til að refresha Gmailið mitt, það geri ég constantly ásamt að refresha gumtree.... I need a Goddamn job!
Whatever ég verð að reyna að leggja mig, sofnaði klukkan 20 í gærkvöldi, vaknaði klukkan 1 am og gat ekki sofnað aftur :( Gerði bara til stuffið hans Sæla hann þurfti að vera mættur uppá lestastöð klukkan 6, þegar ég var loksins búin að kveðja hann ætlaði ég uppí rúm horfa á einn þátt og sofna en nei byrjar ekki bara einhver háværasta vegarvinna sem ég veit um klukkan 7 í frigging morgun! Þeir eru ennþá að! Og mér er kallt, og sturtan sem ég tók til að hlýja mér svo ég gæti sofnaði gerði mig bara hressari, og ég klemmdi mig á sturtuhurðinni, og ég held ég hafi óvart flashað vegavinnugaurana þegar ég var að loka glugganum, og tröllinn sem búa fyrir ofan mig eru komin á ról..... no worries vælubíllinn kemur ekki til Englands but the Waaaaambulance does ;P
Ú ég var að muna, það er X Factor í kvöld, things are looking up already
Flokkur: Bloggar | 17.9.2011 | 08:59 (breytt kl. 09:05) | Facebook
Athugasemdir
It always rains before it shines :) mikil speki :)
Guðlaugur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:33
Ef u ert stressuð og langar í vinnuna, þá finnst mér persónulega ekkert að því að hringja og spyrjast smá, sýna að þú hafir áhuga :) Þetta reddast hjá ykkur :)
Hjalti Geir Pétursson (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.