Jæja, þá er maður kominn heim aftur.
Ýmislegt búið að gerast síðan við komum heim aftur. Talaði við yndislega fólkið í sveitinni minni daginn eftir að við komum heim og þá vantaði þeim vinnumann í einhvern tíma. Djöfull var ég til í það, elska að vera í sveitinni. Komst nú reyndar ekki til þeirra fyrren á fimmtudegi þar sem ég fékk einhverja skíta pest. Það er skelfilegt að hafa ekkert unnið í nánast 3 mánuði, var alveg búinn á því eftir fimmtudaginn og föstudaginn.
Ég er búinn að bralla ýmislegt þessa 3 daga sem ég er búinn að vera í sveitinni. Keyra traktora, sækja rúllur, taka á móti kálfi, aðstoða við viðgerðir, massa traktor (er ekki búinn samt), syngja, mjólka kýrnar , gefa, reyna að lyfta belju sem var að bera og gat ekki staðið upp (var með strengi í höndunum eftir það og að taka á móti kálfinum) og reka hesta. Þetta var allt geðveikt gaman og ég er að fíla það í botn að komast í þetta aftur. Svo er ég með svo góða yfirmenn sem láta mann hafa bíl og bjór áður en maður fer í helgarfrí :) Ég er rosa feginn að geta farið að hjálpa þeim og að þau geti hjálpað mér. Atvinnuleitin var ekkert að ganga og mér var ekki farið að lítast á það að vera á bótum og gera ekki neitt.
Það verður reyndar leiðinlegt að hitta ekki Lovísu en hún á eftir að vera upptekin í Evans hvort eð er, hún fékk vinnuna sína aftur þar. Sama staða meira að segja, verslunarstjóri. Erum bíllaus einsog er (nema kannski þegar ég er í fríi á helgum því að Nonni og Jóa lána mér "bíl"), en ég er með aðstöðu í sveitinni til að kíkja á Golfinn og sjá hvað þarf að gera. Er með bifvélavirkja með mér til handleiðslu líka þannig að ég geri ekki stórar vitleysur. Það er spurning hvort það þurfi nýjan gírkassa eða hvort það sé hægt að laga hinn en við þurfum að rífa þetta allt uppúr til að komast að því.
Ætla að reyna að halda áfram að blogga þó að við séum ekki úti lengur. Mér er eiginlega sama þó að það lesi það enginn, finnst bara gaman að skrifa um ekki neitt, haha. Ég er nú að fara að bralla ýmislegt í sveitinni á næstu vikum; mála, grafa, rífa Golf, skipta um glugga og margt fleira.
En ég nenni ekki að gera lengra.
Staður færslunnar: Sæbólsbrautin (eitt af síðustu skiptunum mínum hérna)
Tónlist færslunnar: Morðingjarnir
Blee
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.