He is the painkiller....

Jæja nú erum við bæði komin með vinnu, ég byrja 6. okt og Sæli 17. okt. Awesome! Í gær fórum við að taka upp zombie mynd, lékum dansandi zombiea. Ég hafði í rauninni ekkert mjög mikinn áhuga a því að vera í þessari mynd, en Sæli fékk hlutverk, og þetta borgaði 50 pund á mann þannig að ég ákvað bara að hoppa með, vissi ekki að ég þurfti að dansa samt..... En við stóðum okkur eins og hetjur í 3-4 tíma dansæfingu í 26 stiga hita og steikjandi sól. Svo voru tökurnar inni á skemmtistað, var mikið heitara inni í húsinu heldur útí í sólinni, voru bara tvær litlar viftur og svo brjáluð reykvél, þetta var viðbjóður, það þurfti að retoucha make upið á flestum zombieunum eftir hverja töku, reyndar ekki hjá mér, var bara retouchuð einusinni, hárið mitt reyndar tvisvar, ég svitna ekkert mikið í framan venjulega. Svo þurfti maður að taka upp hvert atriði milljón sinnum, dansatriðið var brutal þarna inni og svo var mosh pit zombie atriði sem var svoldið svakalegt. Við mættum klukkan 9 og vorum komin heim 19.

IMGA0159 

Við vorum svoleiðis að drepast í löppunum þegar við vorum búin og áttum þvílíkt erfitt með að labba heim, og ég var heillengi að ná að gera hárið mitt semi eðlilegt. Endaniðurstaðan var sko svona.

IMGA0166

Ég kláraði alla hárnæringuna mína :(:(:( Þegar við vöknuðum á morgun gátum við varla staðið uppúr rúminu út af harðsperrum í lærunum, eigum geðveikt erfitt með að standa upp og labba upp og niður brekkur og stiga, þetta var svo svakaleg dansæfing. Við erum að manna okkur upp í að fara út í góða veðrið. Er búið að vera rúm 24 stiga hiti og steikjandi sól alla vikuna. Spá í að fara á ströndina eða Royal Pavilion garðinn.

0171_RoyalPavr 

Sæla finnst skemmtilegra að tana í garðinum en ég fíla ströndina því að það eru pöddur og geitungar í garðinum, er að spá í að múta honum með því að það er hægt að fá sér bjór á ströndinni. 

 

Ollrægt, ætla að hætta að láta harðsperrur eyðileggja líf mitt 

 kv

Loví

Mynd vikunnar: Playstation network zombie myndin sem við vorum að leika í

Búð vikunnar: Primark

Manneskja vikunnar: Marc Bolan (hann hefði átt afmæli í dag)

Matur vikunnar: Risapulsa með fullt af lauk og ísköld Tango dós á tröppunum á Churchill Square 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband