I want it all, and I want it now

Held að við höfum sjaldan verið í jafn djúpum skít þegar leigusalinn hringdi um miðjan mánuð og spurði afhverju við værum ekki búin að borga leiguna. Við héldum að við höfðum borgað 2 fyrstu mánuðina og svo síðasta í tryggingu, en það var víst bara fyrsti mánuðirinn og síðasti og svo auka mánuður í tryggingu. Við vorum ný búin að eyða síðustu 20 pundunum okkar í ávexti og blandara. To be fair þá var þetta frekar flottur blandari.

 

 IMGA0106 

 Við erum ekki smá heppin að eiga svona góðar fjölskyldur sem redduðu okkur svo við gátum borgað leiguna og keypt okkur meiri tíma hér í Brighton. Ég fór í atvinnuviðtal í dag á sem næturvörður á bar á hóteli, það gekk rosalega vel, honum leist rosalega vel á mig en ég fann á honum að hann hafði einhverjar áhyggjur af því að ég er stelpa þar sem að ég verð ein (með öryggisverði) á næturnar og það eru fullt af fyllibyttum, en ég sagðist ekkert vera hrædd við það, vön því frá 19-3:30 vöktunum um helgar á Select. Ég fer í annað atvinnuviðtal á laugardaginn, en ég hef eiginlega ekkert áhuga á þeirri vinnu, en ég sé til hvernig gengur með hótelið. Sæli er að fara að leika í stuttmynd um helgina,  honum á örugglega eftir að ganga glimrandi vel, enda er hann master of disguise, allavega þegar ég kom heim um daginn eftir að vera búin að vera úti á strönd þá var hann horfinn.

SDC10107 

 Það er búið að vera glampandi sól og hiti hér í Brighton, gætum ekki haft það betra (nema kannski ef við ættum pening) Við Sæli erum búin að vera að window shoppa eins og kreisí, ég á sennilega eftir að missa mig hér strax þegar ég eignast einhvern auka pening, svo margar geðveikar búðir hér og mikið af must have tísku og snyrtivörum sem mig VANTAR! Ég hef bara keypt mér einn hlut fyrir mig (ekki heimilið) síðan ég kom hingað og það var úr frá Aldo, geðveikt flott með 5 mismunandi ólum. Svo erum við búin að vera að nota tíman og plana brúðkaupið okkar, við erum eiginlega með allt á hreinu, þetta verður yndislegt, getum ekki beðið. Við ákváðum að skrapa saman klinkinu okkar og skreppa á pubb í dag kaupa einn bjór og kók handa mér (ekki ólétt, bara ekki búin að hafa efni á kók né bjór í langan tíma og mér fannst kókið vera meira spennandi en bjórinn) og setjast niður og skrifa niður okkar hugmyndir og svona fyrir brúðkaupið. 10.11.12 það er ár og 2 mánuðir í þetta!

IMGA0118

 

Ég vil þakka fjölskyldunum okkar aftur fyrir að bjarga okkur! Skiptir okkur svo rosalega miklu máli að vera hérna, við erum ekki tilbúin að gefast upp.

 

kv

Lovísa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonandi fer þetta að ganga hjá ykkur krosslegg fingur

Inga sys (IP-tala skráð) 15.9.2011 kl. 20:40

2 identicon

Lový - ég sagði ömmu þinni frá viðtalinu sem þú fórst í og minntist á að ég væri nú dálítið smeik um þig, en hún sagði :" Ég hef fulla trú á Lovísu og veit að hún getur þetta, enda vön , ég var miklu hræddari um hana í sjoppunni og á bensínstöðinni , en á hótelbörum er meiri gæsla og hver sem er getur varla verið þarna ".

Gangi ykkur vel elskurnar mínar og Sæli þú tekur þetta!!!

kv. mammalamma

Herdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 15:45

3 Smámynd: Loví og Sæli

awww amma, ég var hræddust um að segja ömmu frá þessu haha :D! 

Loví og Sæli, 16.9.2011 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband