Hæ
Lítið að frétta héðan svosem. Við erum ennþá atvinnulaus, sem er glatað. Maður hefur ekkert að gera. Samt alveg magnað að við erum búin að hanga saman alla daga, allan daginn, alla nóttina núna í mánuð og við erum ekki ennþá farin að slást, haha. Lovísa á það til að slá aðeins í mig en það er líka bara þegar ég er að stríða henni :P
Ég fékk reyndar hlutverk í stuttmynd sem ég fer að leika í næstu helgi. Vonandi fæ ég eitthvað meira að gera upp frá því svona svo maður fái einhverja reynslu í þessu. Ég á að leika fullan gaur, ég held að ég ráði alveg við það, haha.
Við tókum okkur til um daginn og ákváðum að kötta út allan skyndibita, allt nammi og allt gos líka. Það er geðveikt erfitt en hefur gengið betur en ég hefði haldið. Við erum dugleg að gera hafragraut á morgnana, jógúrt í hádeginu og eldum eitthvað á kvöldin. Næst á dagskrá er að versla blandara þannig að maður geti farið að gera drykki úr ávöxtum. Það er eina leiðin til að ég geti troðið ofaní mig ávöxtum. Maður getur gert rosalega góða drykkir með því að blanda saman gulrótum, appelsínum, eplum og bönunum. Svo notar maður bara vatn og djús til að setja með þessu, geðveikt einfalt. Fundum reyndar alveg spes smoothie maker í einnu búð hérna og hann er með safapressu líka.
Svo langar mig geðveikt að kaupa eða leigja sjónvarp og ps3. En það gerist ekkert fyrr en við fáum vinnu. Mjög sniðugt samt að leigja svona dót bara, getum fengið 32" sjónvarp og borð undir á rétt um 5000 kall á mánuði. Held að það sé ekki spurning að gera það. En ég veit samt ekki hvort þeir leigji svona skítugum útlendingum einsog okkur :P
En já, ég nenni ekki meir, ætla að fara að gera eitthvað meira uppbyggjandi.
Kv. Ársæll
Athugasemdir
Ég er með athugasemd. Athugasemd þessi snýst um að "semja athugun" um ákveðinn part af lýsingunni hér að ofan. Athuga skal að athugasemd þessi er bindandi, þ.e.a.s. hún er meint en ekki í gríni.
Mér líst alveg ofboðslega vel á að þið hafið ákveðið að breyta mataræðinu. Ég vill benda á að hafragrautur + ávextir innihalda kolvetni og lítið af próteinum. Ég mundi taka jógúrtina með í hverja máltíð svo þið séuð að fá nóg að próteini yfir daginn. Egg eru aldrei dýr og eru þau góð bót í hádeginu og þurfa ekki að vera með beikoni eða slíku.
Það er gaman að lesa þetta hjá ykkur. Ég vona að þið endist vel þarna úti. Skuldin ykkar við mig er núlluð og þá er ekkert annað að gera en að athuga hvort frændi geti ekki lánað ykkur 10-15.000 kall öðru hverju á meðan þið eruð að rétta ykkur af.
Góðar stundir.
Snorri Frændi (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.