Hellúúú
Allt gott að frétta héðan. Veðrið er búið að vera gott, sól og læti. Fengum rúmið okkar í dag! Vorum búin að ákveða í gær að við ætluðum ekki að sofa aðra nótt í þessum ömurlega svefnsófa og ætluðum að vaka alla fimmtudagsnóttina því að rúmið átti að koma kl 7 um morguninn, seinasta lagi 12 samt sögðu þau. Við vorum búin að ákveða að kíkja á Secret Discotheque á Coalition og svo bara eitthvað vesenast með drykkjulæti þangað til klukkan 7. Eeeen það fór ekki alveg svoleiðis, við vorum geðveikt lengi á laundromati að þvo þvott og svo komum við heim og borðuðum vondar núðlur og svo fór ég bara eitthvað að horfa á The Lying Game og Sæli að lesa, ég var alltaf að segja að ég ætlaði að fara út að kaupa bjór eftir þáttinn en svo horfði ég óvart bara á annan þátt og annan og Sæli var svo sokkin niður í Svartur á Leik að hvorugt okkar var til í að fara út að kaupa bjór ergo ekkert diskóstuð.
Þegar ég var loksins búin að catcha up á alla þættina sem ég er að fylgjast með og Sæli orðinn þreyttur í augunum af lestri var klukkan orðin 2 um nóttina og við drulluþreytt, fórum þá bara út að hlaupa sem að hressti okkur við í klukkutíma max. Vildum ekkert vera að hanga neitt úti þannig að við héldum bara áfram með Martin Scorsese movie maraþonið okkar og byrjuðum að horfa á Aviator sem eru alveg 3 tímar og klukkan var orðin 3 þannig að við ættum þá að vera búin að horfa klukkan 6 og þá er klukkutími í rúmið.....eeeeen við gáfumst upp og löggðum okkur í sófanum klukkan 4...... seeeeem var kannski bara eins gott því að rúmið kom ekki fyrr en 11.
Vöknuðum samt 8 því að Sæla fannst nauðsynlegt að hlaupa útí glugga hvert einasta skipti sem hann heyrði bíl keyra framhjá því að hann var svo viss um að þetta væri sendiferðabíllinn með rúmið okkar, komumst að því í dag að óvenju margir sendiferðabílar keyra framhjá húsinu okkar á morgnana.
Btw fyrsti X Factor keppandinn var frá Brighton, Frankie! Hann er awesome! Allir að halda með honum..... við sko verðum að fylgjast með X Factor því að við búum í Bretlandi og seriously það er eiginlega ekkert annað en X factor í fréttunum þegar X factor er í gangi. Gary Barlow er btw awesome, ég sakna Simon ekkert mjög mikið, sakna samt Cheryl Cole helling, en Tulisa og Kelly Rowland eru samt alveg að standa sig.
Erum btw ennþá atvinnulaus, en Sæli er alveg að standa sig í að sækja um leiklistarjobb. Jafnvel þótt að mörg þeirra eru unpaid og við eigum eeeengan pening eftir haha, það er vel þess virði því Sæli verður Unimpressed Bar Man!! og á eftir að leika það hlutverk vel.
Lag færslunar: Moves like Jagger! Hvað í fjandanum annað!
Húsgagn færslunnar: Rúmið okkar
Bjór færslunnar: Cobra
Matur færslunnar: Waitrose pizza
Maður færslunnar: Frankie Cocozza frá Brighton í X Factor......oooog Gary Barlow
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.