Heijó!
Ákvað að henda í nýtt blogg þar sem Lovísa skrapp í heilsurækt og ég er heima með eyrnabólgu.. JÁ! Ég er með fokkin eyrnabólgu einsog litlu börnin. Kemur sér vel að vera með húfuna sem Inga systir gaf mér áður en ég fór því að hún heldur smá þrýsting á þessu þannig að þetta er ekki eins vont. Ég er samt í mega fæn fötum. Er í stuttbuxum, fráhnepptri stuttermaskyrtu og með lopahúfu. Mig grunar að gæjanum á móti sem sá mig áðan vaska upp hafi ekkert litist á þetta því að hann dróg geðveikt vel fyrir gluggan hjá sér, haha.
Annars er bara allt bærilegt að frétta. Við erum ekki ennþá komin með rúmið en það er alveg MAX vika í það. Trúi ekki að við erum búin að sofa heila viku á ógeðslega vondum svefnsófa. Við fórum í Habitat í dag og þar er rýmingarútsala og við fundum nákvæmlega hvað við ætlum að kaupa okkur. Það er ein kommóða sem er samt líka sjónvarpsborð og svo bleikir dvd rekkar sem við ætlum að geyma allt snyrtidótið hennar Loví því að það er ekki pláss inná tiny baðherberginu okkar. Næst á dagskrá finnst mér að ætti að vera sjónvarp því að ég hef ekki getað notað Wii tölvuna forever! Ebay er með góða díla á sjónvörpum en svo sá ég í Argos um daginn 32" flatskjá á 199pund sem er 37 þúsund kjell.
Við erum komin með almennilegt Internet og getum farið að downloada aftur og skæpað og svona. Þó að við séum geðveikt mikið úti að gera hluti að þá er voða gott að gera eitthvað heima líka, glatað að hafa ekkert að gera þar.
Reyndar er stundum einsog einhver sé alltaf að hoppa hérna uppi og þau kunna ekki að labba í stiganum, hljómar alltaf einsog þau séu að hoppa upp og niður hann og gæinn við hliðina er að öllum líkindum að rækta gras en þetta er heima og heima er alltaf best :)
Later dudes!
Tónlist færslunnar: HipHop
Hangz færslunnar: Að hangza í tölvunni
Vinna færslunnar: Engin vinna
Athugasemdir
þú ert ekki einn í eyrnabólgunni félagi :)
hehehehehe ég sé svipinn á gaurnum sem býr á móti ykkur þegar hann sá þig vaska upp hehehehehehhe :)
enn gaman að ykkur líður vel úti :)
Inga Lára (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 23:48
Hahahaha hann hefur bara orðið hræddur :) hlakka rosalega mikið til að koma út sem verður vonandi bráðlega, er farin að langa í bjór með ykkur ;D en hafið það rosalega gott úti :*** Lov jú gæs
Kristín Anna (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.