Hæ
Það gengur ágætlega að taka til íbúðina og gera klárt en mætti alveg ganga betur samt. Maður tekur alveg eftir því að það væri betra að vera í fríi þessar vikur fyrir flutninginn en okkur veitir víst ekki af monníngunum. Við erum búin að fara 2 frekar stórar ruslaferðir á haugana en erum samt bara búin að klára þvottahúsið, haha.
Hún Kristín systir ætlar að leigja íbúðina þannig að við þurfum kannski ekkert að vera að pakka öllu, sem er voðalega þægilegt. Ég vona að henni á eftir að líða jafn vel og okkur hérna, þetta er yndislegur staður :)
Við þurfum ekki að borga fyrir varahlutinn í bílinn, sem sparar okkur alveg 40 þúsund. Ég er bara að vona að hann seljist sem fyrst svo við getum farið að einbeyta okkur að öðrum málum.
Anyways, 12 dagar í þetta og ég gæti ekki verið spenntari. Þó að ég eigi eftir að sakna allra í vinnunni að þá get ég ekki sagt að ég eigi eftir að sakna vinnunar. Er kominn með virkilega mikið leið á þessari vinnu eftir 4 og hálft ár í sama fokkinu.
Fooookk, 12 dagar er massa lítið og ég er bara eitthvað að hangsa í tölvunni í staðinn fyrir að vera að pakka :O
Lag færslunnar: Inní mér syngur vitleysingur
Sala færslunnar: Ps2 tölvan mín seldist á 15kjéll :(
Blee meeen
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.