Ertu að gera gys að mér?

Sko...
Við eigum örugglega ekki eftir að blogga mikið þangað til að talvan mín kemur úr viðgerð..... Svo líka er bara ekkert nýtt að frétta, við erum svo mikið að slæpast eitthvað, það er eins og við höldum að við höfum allan tíman í heiminum við eigum eftir að selja báða bílana, þeir eru ekki einusinni komnir á sölu, við eigum eftir að byrja að henda og pakka úr íbúðinni, við eigum eftir að hafa samband við Hove lets í sambandi við íbúðina sem okkur langar að taka, við eigum eftir að fá vinnur..... við erum að skíta á okkur hérna, auk þess eigum við engan pening! Það er sami 3000 kallinn inná Brighton spari reikningnum okkar síðan við byrjuðum að safna... reyndar er þetta ekki sami 3000 kallinn, tók smá úr bauknum einhverntíman í lok mánuðs þegar okkur vantaði klósettpappír og kók en bætti svo strax aftur í hann um mánaðarmótinn.... þessi 3000 kall á ekkert eftir að endast okkur mikið haha, kannski sitt hvor bjórinn á flugvellinum og 1 frappi á Starbucks.

Fooookkk hvað erum við að gera?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?

Lovísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég pakkaði mínu sjitti viku áður en ég fór en ég dundaði mér við það í 3 vikur fyrir það að taka saman það sem ég ætlaði að geyma, henda og gefa þannig að þið þurfið að fara að koma ykkur í gang. Byrja á öllu sem þið notið ekki einsog myndir og skraut og dröslast uppúr þeirri eftirlátssemi að horfa á mynd eða þátt. Beint eftir vinnu í að byrja og ég skal hjálpa ykkur ef þarf. Í rauninni er best að hafa bara bare minimum af dóti í íbúðinni þangað til þið farið. Og ef eitthvað er, ef það væri hentugra, að taka allt helvítis draslið út og gista í foreldrahúsum seinustu 1 - 2 vikurnar, einsog ég reyndar gerði, svona samvera fyrir brottför ef svo má segja. Vegabréf, útprentun á miðunum, vegakort, "hvert á að fara eftir að komið er út til Brighton" skrifað á blað, allra nauðsynlegasta einsog [lyf, lyklar, o.þ.h.] samantekið og allt þetta saman og klárt á einum stað, helst í tösku sem þið sjáið og týnið ekki. Ég er búinn að ganga í gegnum þetta áður og bara spurja ef þarf.

Svo er eitt... Það er ekki spurning um að nenna, heldur að gera. Ekki sitja og örvænta því þetta gerist ekkert af sjálfu sér og enginn gerir þetta fyrir ykkur. Núna næsta mánuðinn, þá er það að fara í koju eða í sófa að horfa á mynd eitthvað sem er ekki kúl. Allavega að vera búin að klára sig á einhverju hér ofantöldu og hafa þá minna að gera þegar nær dregur.

Yes?

Snorri Frændi (IP-tala skráð) 20.7.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband