Sko...
Við eigum örugglega ekki eftir að blogga mikið þangað til að talvan mín kemur úr viðgerð..... Svo líka er bara ekkert nýtt að frétta, við erum svo mikið að slæpast eitthvað, það er eins og við höldum að við höfum allan tíman í heiminum við eigum eftir að selja báða bílana, þeir eru ekki einusinni komnir á sölu, við eigum eftir að byrja að henda og pakka úr íbúðinni, við eigum eftir að hafa samband við Hove lets í sambandi við íbúðina sem okkur langar að taka, við eigum eftir að fá vinnur..... við erum að skíta á okkur hérna, auk þess eigum við engan pening! Það er sami 3000 kallinn inná Brighton spari reikningnum okkar síðan við byrjuðum að safna... reyndar er þetta ekki sami 3000 kallinn, tók smá úr bauknum einhverntíman í lok mánuðs þegar okkur vantaði klósettpappír og kók en bætti svo strax aftur í hann um mánaðarmótinn.... þessi 3000 kall á ekkert eftir að endast okkur mikið haha, kannski sitt hvor bjórinn á flugvellinum og 1 frappi á Starbucks.
Fooookkk hvað erum við að gera?!?!?!?!?!?!?!?!?!?!?
Lovísa
Bloggar | 10.7.2011 | 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hæ
Fyrir mörgum, mörgum vikum ákvað ég að þegar það væri mánuður í að ég og Lovísa myndum flytja til Bretlands myndi ég byrja með blogg. Þetta blogg er ætlað þeim sem vilja og nenna að fylgjast með okkur og hvernig okkur gengur að pakka, fara út, koma okkur fyrir og jafnvel (ef vel gengur) búa í útlöndum. Nafnið á blogginu er samsuða af loví og sæli og mér fannst það geðveikt sniðugt. Var búinn að hugsa um nafn alveg geðveikt lengi en datt bara ekkert í hug en svo kom þetta bara í dag þegar ég var að gera bloggið. Ég mæli með því að fólk fari að blogga aftur, þetta er geeeðveikt retro!
Þegar hugmyndin um að flytja eitthvað til útlanda barst í tal verð ég að viðurkenna að ég bjóst ekki við því að það yrði eitthvað af því. En hér erum við, 30 dagar í það og við erum búin að segja upp vinnunum, komin með miða aðra leið til Bretlands.. en samt ekki mikið meira, haha!
Ég var búinn að selja bílinn minn um daginn (sem kom sér vel). En svo gat strákurinn ekki keypt hann og ég fékk hann í hausinn aftur, bilaðan! Þannig að ef einhverjum vantar bíl erum við aftur með 2 bíla til sölu, einn Aygo og einn Golf.
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja meira. Kemur bara meira update um leið og eitthvað gerist.
Dót færslunnar: Nýji mp3 spilarinn minn. I love it!
Mynd færslunnar: The rocker, er að bíða eftir að hún byrjar.
Matur færslunnar: Pylsur með kartöflusalati, homemade!
Sæli
Bloggar | 8.7.2011 | 19:52 (breytt kl. 19:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)